top of page
VEFSÍÐUGERÐ
Eitt mikilvægasta verkfæri sem fyrirtæki notast við í samskiptum við viðskiptavini er vefsíða. Þetta er yfirleitt það fyrsta sem viðskiptavinir sjá enda stafrænt andlit fyrirtækisins. Það er því afar mikilvægt að íhuga hvernig viljum taka á móti þeim sem skipta okkur mestu máli?

Við leggjum áherslu á að notendaupplifun og skilvirkni sé framúrskarandi.
ÞÚ STJÓRNAR SVO ÖLLU ALVEG ÓHÁÐ ÞRIÐJA AÐILA
Það getur verið vandasamt þegar kemur að því að velja vefumsjónarkerfi. Framboð er mikið og misgott.
Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað felst í því að reka vef og því mikilvægt að skoða hversu notendavænt vefumsjónarkerfið er í raun og veru. Við bjóðum viðskiptavinum uppsetningu á vefsíðu sem framúrskarandi vefumsjónarkerfi sem er afar notendavænt og auðvelt að stjórna án þess að vera háður þriðja aðila.
Það hljómar vel að vera við stjórnina á afar einfaldan hátt, alveg óháður þriðja aðila?
Ef svarið er já þá viljum við hjálpa þér að taka skrefið að stjórnborðinu.
Við notum Wix vefumsjónarkerfi sem er það stærsta í heiminum í dag og ekki af ástæðulausu.
Einfalt notendaviðmót sem allir geta lært að nota. Wix er einnig draga og sleppa eða drag and drop kerfi með gríðalega öflugu en um leið einföldu stjórnborði sem gerir þér kleift að stjórna nánast öllum rekstrinum á einum stað.
Hér má nefna nokkur brot af þeirri vinnu sem er framundan hjá þeim sem vilja reka vefsíðu síns fyrirtækis.
Stöðugar uppfærslur, öryggisgallar og uppfærslum vegna þeirra, þungar viðbætur sem hægja á vefnum, uppsetning á viðbætum og svo mætti lengi telja. Allt þetta kostar bæði dýrmætan tíma með tilheyrandi kostnaði.
SENDU LÍNU - VEFSÍÐUGERÐ
bottom of page